Opið málþing um öryggi hinsegin fólks í Reykjavík á Listasafni Íslands 29. október 2025.
Málþingið hefst kl 09:00 og lýkur 11:30. Húsið opnar 8:30.
Kynntar verða niðurstöður rannsóknarinnar Öruggari hinsegin borgir (Safer Queer Cities) á vegum Nordic Safe Cities í samstarfi við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Rannsóknin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni í gegnum NIKK – norræna LGBTI sjóðinn.
Rannsóknin felur í sér greiningu á orðræðu á netinu um hinsegin málefni. Þar má sjá birtingarmyndir haturs og áreitni sem geta verið með ýmsum hætti allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk.
Kaffiveitingar í boði frá 8:30.
Dagskrá:
09:00
Borgarstjóri, Heiða Björk Hilmisdóttir, setur málþingið.
09:05
Ingvild Endestad, frá Nordic Safe Cities, kynnir niðurstöður rannsóknarinnar.
09:40
Erindi frá Trans Ísland, félagasamtök
09:55
Umræður á borðum
Ræddar verða aðgerðir til að bregðast við hatursorðræðu og auka öryggi hinsegin fólks í Reykjavík.
Öll velkomin en vinsamlegast skráið ykkur hér:
https://forms.office.com/e/5iKXytukme
You may also like the following events from Reykjavíkurborg: