Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína með spennandi tónleikum miðvikudaginn 29. október kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. Á tónleikunum kemur fram söngkonan Stína Ágústsdóttir. Stína er ein fremsta jazz- og jazzpoppsöngkona landsins og hefur skapað sér nafn á senunni í Skandinavíu með sinni óviðjafnanlegu rödd. Stína er búsett í Stokkhólmi og starfar þar sem tónlistarkona en kemur reglulega heim og syngur eða semur tónlist. Hún hefur gefið út fimm sólóplötur og fengið fjölda tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna auk frábæra dóma á alheimsvísu. Síðasta plata Stínu, Yours Unfaithfully (Prophone/Naxos), kom út í október 2024 en með henni mótar hún enn frekar nýjan og ferskan hljóðheim sem kjarnar sig í jazzinum en notar efni og innblástur úr öðrum stefnum eins og poppi, indie og jafnvel rokki.
Stína Ágústsdóttir, söngur
Ari Árelíus, gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson, píanó
Valdimar Olgeirsson, rafbassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Stína Ágústsdóttir
Stína Ágústsdóttir is one of the nation's foremost jazz and jazz-pop artists and has made a name for herself on the Scandinavian scene with her unparalleled voice. Based in Stockholm where she works as a musician, Stína regularly returns to her native Iceland to perform and compose music. She has released five solo albums, receiving numerous nominations for the Icelandic Music Awards as well as fantastic reviews worldwide. Stína's latest album, Yours Unfaithfully (Prophone/Naxos), was released in October 2024. With it, she further shapes a new and fresh soundscape that is rooted in jazz but uses elements and inspiration from other genres such as pop, indie, and even rock. Since the release of Yours Unfaithfully, Stína's concerts in Sweden and beyond have received incredible reviews, and guests at Múlinn can expect a fantastic musical adventure on October 29th.
Stína Ágústsdóttir, vocals
Ari Árelíus, guitar
Magnús Jóhann Ragnarsson, piano
Valdimar Olgeirsson, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4900.
Spennandi haustdagskrá Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum fram í miðjan desember. Múlinn er á sínu 28. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4900 og 3600 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.
Also check out other Music events in Reykjavík, Entertainment events in Reykjavík, Concerts in Reykjavík.