Shakespear helgi: Hinn andlegi Shakespeare (föstudagur), 28 November | Event in Reykjavík | AllEvents

Shakespear helgi: Hinn andlegi Shakespeare (föstudagur)

Lífspekifélagið

Highlights

Fri, 28 Nov, 2025 at 07:00 pm

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland

Advertisement

Date & Location

Fri, 28 Nov, 2025 at 07:00 pm (GMT)

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Shakespear helgi: Hinn andlegi Shakespeare (föstudagur)
Hinn andlegi Shakespeare eða William Shakespeare - andlega skáldið frá Stratford.

Margt fólk af öllum stigum víða um heiminn hefur vitnað í orð þessa merka skálds sem afkastaði svo miklu á sínum ferli, en hefur síður litið á hann sem andlegan fræðara eða andlega uppljómaða manneskju með tengingu við eitthvað miklu stærra en egó dauðlegs manns.

Margt hefur leikskáldið látið persónur sínar brjóta heilann um og lagt þeim ýmis orð í munn sem hafa orðið að fleygum setningum með djúpa og jafnvel yfirskilvitlega merkingu.

Valgeir Skagfjörð, leikari, leikskáld og leikstjóri hefur rýnt í verk Shakespeare og hefur komist að ýmsu varðandi andlegan þankagang hans og má vera guðspekilega nálgun hans á lífið og jarðvistina.

Valgeir ætlar að vera með erindi um hinn andlega Shakespeare og velta upp spurningunni um hvort skáldjöfurinn frá Stratford talar til okkar enn í dag og hvort efni verka hans eigi erindi við okkur á tímum gervigreindar og algoritma.

Verður dagskráin einskonar Shakespeare-kokteill hvar Valgeir lætur gamminn geysa um harmleiki og skopleiki - sonnettur og söngva. Allt til þess að varpa ljósi á hvað Shakespeare getur verið skemmtilegur, skrýtinn, hinsegin, kynsegin, veikur fyrir því að njóta þess sem móðir jörð hefur upp á að bjóða og sýnir okkur sannleikann um okkur sjálf; þessar vanmáttugu tvífættu verur sem halda að lífið sé annað hvort þjáning eða hamingja en það er einmitt þarna einhvers staðar mitt á milli.


Valgeir flytur erindi sitt föstudagskvöldið 28. nóvember kl. 19.00 en síðan verður þeim sem hafa áhuga boðið til leiks laugardaginn 29.nóvember kl. 14.00 þar sem við rýnum í texta Shakespeare og leikum okkur með hina frægu „handverksmanna-senu“ úr Draumi á Jónsmessunótt. Allir velkomnir hvort sem þeir hafa reynslu af leiklist eða ekki. (Feimni er ekki hindrun.) Mestu skiptir að hafa gaman. Ekki spillir fyrir ef fólk hefur gaman af orðum.


Allir og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.


You may also like the following events from Lífspekifélagið:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Lífspekifélagið

Lífspekifélagið

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Shakespear helgi: Hinn andlegi Shakespeare (föstudagur), 28 November | Event in Reykjavík | AllEvents
Shakespear helgi: Hinn andlegi Shakespeare (föstudagur)
Fri, 28 Nov, 2025 at 07:00 pm