Rjúkandi Möntrugusa í nýjum vagni Rísanda í Gufunesi fimmtudaginn 11. des frá kl. 18.30 - 20.00 með Láru, Arnari og Hafdísi.
Setjumst að inn í rjúkanda & njótum athafnar með kakóinu, hitanum & jurtunum. Við munum opna röddina með fornum möntrum og frumsömdum söngvum við lifandi tónlist.
Rjúkandi fargufa er ástfóstur Hafdísar Hrundar, gufa á hjólum - sem getur ferðast hvert sem er. Hafdís mun stjórna hitanum & tengingu við jurtir og ilmi.
Lára leiðir athöfnina & sönginn ásamt Arnari á slagverk.