Viðburður í tilefni Guls september.
Finnið þið fyrir vanmáttarkennd eða kvíða þegar þið hugsið um loftslagsmálin? Þið eruð ekki ein.
Við lifum sannarlega á óvissutímum en með opinni umræðu og aukinni meðvitund getum við skapað rými fyrir von, aðgerðir og innri styrk. Mánudaginn 29. september bjóðum við ykkur á viðburð þar sem við getum deilt hugsunum og hugmyndum, hlýðum á erindi og lítum inn á við. Opið öllum
Þessi viðburður snýst bæði um vanmátt og von. Saman höfum við áhrif.
Ragnhildur Katla BSc í sálfræði og upplýsingafulltrúi Landverndar leiðir umræður og æfingar.
...En sérstakur gestur er Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi, hugmyndasmiður og fjölmiðlamaður. Hann hefur á síðustu árum flutt mörg hundruð fyrirlestra í skólum, fyrirtækjum og stofnunum, bæði út frá bókum sínum og eins um önnur efni spanna allt frá karlmennsku í samtímanum, loftslagsbreytingum, tækni, sköpunargáfu, hatursorðræðu og gervigreind
📅 [29.september 🕒 [17:00] 📍 [Hús máls og menningar]
Á viðburðinum verður samtal, æfingar og erindi.