LEIKLIST FYRIR FULLORÐNA
„Stórkostleg upplifun og frábær skemmtun!“
Næsta námskeið verður í október og nóvember 2025
Námskeiðið er sex skipti:
Þriðjudagur 21. okt. kl. 19:30-22:00
Þriðjudagur 28. okt. kl. 19:30-22:00
Þriðjudagur 4. nóv. kl. 19:30-22:00
Þriðjudagur 11. nóv. kl. 19:30-22:00
Þriðjudagur 18. nóv. kl. 19:30-22:00
Þriðjudagur 25. nóv. kl. 19:30-22:00
Á þessu námskeiði er unnið að því að því að losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Leikgleði og frelsi eru í fyrirrúmi og með leikæfingunum ná nemendur að stíga út fyrir þægindarammann og brjóta upp gömul mynstur og þannig öðlast öryggi í sjálfum sér.
Námskeiðið er þannig upp byggt að í upphafi er unnið með samskiptaæfingar og ýmsa spunaleiki sem hjálpa fólki að sleppa tökunum og byggja upp traust í hópnum.
Þegar líður á námskeiðið er unnið markvisst með spunaæfingar sem þróast smám saman yfir í spuna og stuttar leiknar senur.
Allir hafa þörf fyrir að tjá sig. Með því að efla leikræna hæfileika sína með skemmtilegum æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og ímyndunarafl fær fólk tækifæri til að þroska sjálfsöryggi og sjálfsvitund á skapandi hátt.
Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa brennandi áhuga á að leika og þroska með sér leikræna hæfileika og svo og hinum sem vilja nota aðferðir leiklistarinnar til að blómstra í lífinu.
Verð: 56.000 kr.
Ef þú skráir þig og borgar 20 þús staðfestingagjald fyrir 1. okt færðu
6 þúsund króna afslátt, - 50 þús í stað 56 þús!!
Skráning og frekari upplýsingar:
aWNlb2xvZiB8IGdtYWlsICEgY29t
og í síma 845-8858