*English below
Erum að útbúa innandyra kryddjurtagarð og viljum mjög gjarnan heyra hvað ykkur langar að rækta þar! Einnig erum við að safna fræjum til að stækka fræsafnið okkar fyrir næsta gróðursetningartímabil!
Áttu auka fræ heima sem þig langar að gefa? Eru kryddjurtir sem þú saknar frá heimalandi þínu sem gaman væri að rækta hjá okkur? Eða, áttu lausa stund til að hjálpa okkur að búa til gróðursetningardagatöl sem henta íslensku loftslagi?
Komdu í notalega handverksstund innan um fræin þar sem við fáum okkur kaffi/te og snarl og föndrum gróðursetningardagatöl.
Öll velkomin og þátttaka er ókeypis, líkt og á öllum viðburðum Borgarbókasafnsins.
Fræsöfn eru að verða algeng bókasafnsauðlind og hafa reynst vera góð leið til að sameina samfélagið með garðyrkju. Við hvetjum einstaklinga og félagasamtök til að gefa afangsfræ til að stofnsetja fræsafnið. Fólk í nærsamfélaginu getur komið og fengið fræ úr skúffunum þegar þeim hentar og er jafnframt hvatt til að fylla á safnið með fræjum úr eigin plöntum, þegar þær þroskast.
Kemstu ekki á viðburðinn? Við tökum gjarnan á móti fræjum í afgreiðslunni á öllum söfnum Borgarbókasafnsins. Munið að merkja!
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
Verkefnastjóri – Aðgengi og samfélagsleg þátttaka
bWFydHluYSAhIGthcm9saW5hICEgZGFuaWVsIHwgcmV5a2phdmlrICEgaXM=
---------------
We are starting an indoor herb garden and would love to hear what you would like to grow in there! We are also collecting seeds to grow our seed library for the next planting season!
Do you have extra seeds at home you would like to donate? Do you have suggestions for herbs you miss from home? Or some spare time to help us create planting calendars that work in the Icelandic climate? Come and join us for some tea, coffee, snacks and crafts among the seeds! Participation is free, as always, and everyone is welcome to join.
Seed libraries are becoming a common library resource and are proving to be an excellent way to bring the community together through gardening. People and organizations are encouraged to donate extra seeds to add to the seed library. Community members can freely come and get seeds from the drawers and are encouraged to replenish the library with seeds from their plants when they mature.
Not coming to the event? You can bring your extra seeds to any of our library locations anytime. Just bring them to the reception and make sure they are labelled!
More information:
Martyna Karolina Daniel
Project Manager - Equity and Community Engagement
bWFydHluYSAhIGthcm9saW5hICEgZGFuaWVsIHwgcmV5a2phdmlrICEgaXM=
You may also like the following events from Borgarbókasafnið:
Also check out other
Nonprofit events in Reykjavík.