Eftir fáránlega vel heppnaða 80s veislu á Pablo Discobar á dögunum hafa margir komið að máli við okkur og viljað meira!
Nú er komið að því, síðan varð 5 ára á dögunum og tilvalið að slá upp veislu af því tilefni.
13. desember næstkomandi ætlum við að dansa og hafa gaman á eftri hæð Dillon,skála fyrir síðunni og okkur og jú dansa... það þarf alltaf að dansa og eins og kynslóðirnar vita þá erum við, 80s nördarnir, bestu dansarar sögunnar!
Ég, Dj Doddi litli ætla að hefja leik eins og síðast en eins og margir síðu unnendur vita þá er allt fullt af plötusnúðum í hópnum og er ég stoltur að kynna inn 3 nýja Gleymdusnúða.
Dj Sommilier (Ólafur Örn), Dj Plötusnúður (Ragnar Már) og Dj Rúnar (Rúnar Örn, annar helmingur Rúnars og Víðis).
Ég hvet ykkur til þess að taka frá 13. des í miðju jólastússi og komast í jólafría kvöldstund þar sem Gleymdar Perlur Áttunnar hljóma hátt og vel fyrir eyru, mjaðmir og fætur. Hús opnar um 20:00 og Doddi keyrir í gang um 21:00 og svo taka hinir meistararnir við langt inn í nóttina.
Það verður ekki boðið upp á bollu og bjórlíki í þetta sinn en það mun ekki koma að sök því stemningin verður rooosaleg. það veit fólkið sem mætti í síðustu Gleymdu veislu á Pablo.
Revenge of the Nerds!