Stundum heyrist að #MeToo-hreyfingin heyri sögunni til, sé orðin úrelt og eigi ekki erindi við nútímann. Er þetta rétt? Í hádeginu þriðjudaginn 7. október standa þátttakendur í rannsóknarverkefninu Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo fyrir umræðufundi þar sem þessi mál verða rædd.
Verkefnið Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo er hýst af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og styrkt af Rannsóknasjóði frá 2023 til 2026. Megintilgangur þess er að skoða áhrif #MeToo-hreyfingarinnar á siðferðileg gildi og viðmið auk þess að rýna í þau gildi sem hreyfingin byggir á og sem koma fram í samfélagsumræðu í kringum hana. Íslenska #MeToo-hreyfingin er borin saman við erlendar samsvaranir hennar. Verkefnisstjórar eru Eyja M. J. Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, og Nanna Hlín Halldórsdóttir, rannsóknalektor. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru doktorsnemar við Háskóla Íslands, auk bæði innlendra og erlendra samstarfsaðila.
Viðburðurinn er einn af hádegisfundum Siðfræðistofnunar, sem eru í haust helgaðir því að kynna rannsóknarverkefni á vegum stofnunarinnar. Fundurinn verður í HT-103 (stofu 103 á Háskólatorgi) kl. 12–13 þriðjudaginn 7. október.
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.