Íslenska diskóhljómsveitin Krullur hitar upp fyrir Má og the Royal Northern College of music session Orchestra á tónleikum í Salnum í Kópavogi 14. nóv og Hljómahöll Reykjanesbæ 16. nóv.
Tónleikagestum býðst að mæta snemma, koma sér vel fyrir og gera enn meira tilefni úr kvöldinu.
Þau Anya, Benedikt og Kjalar eru landsmönnum góðkunnug úr Idolinu og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Saman koma þau fram sem Krullur og mega áhorfendur búast við kraftmiklum bassalínum, skemmtilegum textum og tónlist fullri af stuði.
Með þeim á sviði verða: Alexander Grybos á rafmagnsgítar, Hjálmar Karl Guðnason á bassa og Bergsteinn Sigurðarson á trommum.
Húsið opnar klukkan 18:30. Krullur spila frá klukkan 19:10 til 19:40.
Már stígur á svið ásamt the Royal Northern College of Music session Orchestra klukkan 20:00
Tónleikunum lýkur klukkan 22:00
Hljómsveitin Krullur varð til í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi sumarið 2024.
Leiðir “Krullanna” lágu þó fyrst saman í Menntaskóla í tónlist þar sem þau lærðu öll söng
undir handleiðslu Gullu Ólafsdóttur. Í ferlinu við gerðina á plötunni voru þau innblásin af diskótímabilinu,
hljómsveitum á borð við Bee Gees, Earth, Wind & Fire, Boney M. og ABBA.
Þau stigu fyrst fram opinberlega með lagið “Slappaðu af” í upphaf árs og fylgdu því eftir með
“Ef ég hætti að elska þig”. Í júlí gaf hljómsveitin út sex laga stuttskífu sem einfaldlega ber nafnið “Krullur”.
Lengi lifi diskóið.
Miðasala á tix.is
https://tix.is/is/event/19992/mar-the-royal-northern-college-of-music-session-orchestra
Also check out other Music events in Kopavogur, Entertainment events in Kopavogur.