✨ÚTSLÁTTARKEPPNI OG KEPPNI SÝNENDA✨
Þann 20.september verður Spanieldeild með haustskemmtun þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og tekið þátt 🧑🧑🧒🧒🥰
Allir hundar deildarinnar velkomnir, í fullum feld, stuttklipptir, rakaðir eða geldir.
Útsláttarkeppni eða Match show er skemmti keppni þar sem 2-4 hundar koma inn í hring með sýnanda sínum og besta parið fer áfram í úrslit, match show er óformleg keppni gerð til þess að hafa gaman, umhverfisþjálfa hundana og æfa sig sem sýnandi. Fjöldi hunda og frekari framkvæmd fer eftir fjölda skráninga. Allir yfir 13 ára aldri geta skráð sig í keppnina, óháð reynslu. Dregið er á staðnum í holl og er par valið úr hverju holli áfram í úrslit. Hægt er að skrá sig með nokkra hunda.
Dómari er Sóley Halla Möller
Keppt er í eftirfarandi flokkur:
Hvolpaflokkur (3-9 mánaða)
Ungliðar og unghundar (9-24 mánaða)
Opinn flokkur (2-8 ára)
Öldungaflokkur (8+ ára)
Verð: Hvolpaflokkur 2500kr, aðrir flokkar 3500kr
Skráning:
https://docs.google.com/forms/d/1iUPnpk_uCMXxcfno4WbbyVL1dpy1ib5s4KGz9crSe9M/edit
Einnig verður boðið uppá keppni sýnenda í eftirfarandi flokkum:
Barnaflokkur 3-5 ára
Barnaflokkur 6-9 ára
Ungir sýnendur yngri 10-12 ára
Ungir sýnendur eldri 13-17 ára
Fullorðinsflokkur 18 +
Í fullorðinsflokki fær hver og einn keppandi umsögn fyrir sig hvað hann getur bætt sig í til að verða betri sýnandi frá Rannveigu Gauju fyrrum landsliðsþjálfara ungra sýnenda. Tilvalið að koma og spreyta sig í sýningarhringnum og fá ráðleggingar hvað hægt er að bæta sig og gera betur til að verða betri sýnandi.
Frábært tækifæri að fá að spreyta sig með tegundum úr deildinni.
Verð: Barnaflokkar 2500kr, ungir sýnendur og fullorðinsflokkur 3500kr
Skráning:
https://docs.google.com/forms/d/1Ta0pHhXTNQiduH6GRCHjqAbdKvjx47wjB1Rh-oH3Nuc/edit
Dómari barnaflokka er Glódís Perla
Dómari ungra sýnenda er Karen Ösp
Dómari fullorðinsflokks er Rannveig Gauja
Deildin mun aðstoða keppendur að fá hunda til láns að keppa með, hægt er að skrá sig hérna um óskir að fá lánaðan hund
https://docs.google.com/forms/d/1CxjIFSZd_EyFn_Rt98dG5PWAUGOYzgU-CpfFfl7fvl4/edit
Haustskemmtun Spanieldeildar verður haldin í sal Dýrheima, Víkurhvarfi 5, kl 10:00
Nánari dagskrá kemur síðar ☕Kaffihús Dýrheima verður opið meðan á viðburði stendur.
Skráning fer í gegnum linka en einnig er hægt að senda tölvupóst á deildina á
aHJmaXNwYW5pZWxkZWlsZCB8IGdtYWlsICEgY29t þar sem fram kemur ættbókanafn hunds, kyn, aldur, nafn eiganda ásamt greiðslukvittun. Skráning telst ekki fyrr en greiðsla hefur borist. Reikningsupplýsingar
Rnr. 0115-26-049091
Kt. 490911-0220
💕VONUM AÐ SJÁ SEM ALLRA FLESTA! 💕