Ævintýralega spennandi leið um áhrifasvæði Hrauneyja inn í töfraheim Köldukvíslar þar sem gljúfur og fossar töfra fram veislu fyrstu skrefin upp á Sprengisand sem nú tekur við á leið okkar yfir landið #ÞvertyfirÍsland
Mikilvægar tilkynningar:
*Fjórhjóladrifsfært (engin vöð á leiðinni).
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds. Hugsanlega verða þjálfarar búnir að fara könnunarleiðangur um þessa leið í sumarfríinu sínu samt.
*Tökum vaðskó með ef ske kynni að við þyrftum að vaða.
*Sjá niðurröðun í bíla og umræður á lokaða fb-hópi Toppfara.
*Þessi ferð er fimmtándi hluti af langtímaverkefni þar sem við þverum landið á nokkrum árum, sjá hér fyrri göngur til þessa:
Þvert yfir Ísland | Toppfarar
*Þeir sem vilja eingöngu taka stikuðu 16 km gönguleiðina um Köldukvísl geta mætt kl. 12 við afleggjarann að Sporðöldulóni (þar sem skilti gönguleiðarinnar er) og slegist í hópinn. Við getum ekki lofað því nákvæmlega klukkan hvað við erum á þessum stað, þetta er eftir fyrstu 13 km á að giska og því best að vera kominn vel fyrir og eins gera ráð fyrir að þurfa að bíða eftir hópnum. Þeir sem gera þetta, þurfa að vera sjálfir búnir að skutla bíl að endastað göngunnar við Fagrafoss-afleggjarann á Sprengisandi (um 25 klst. akstur hvora leið frá Hrauneyjum NB). Ræðum þetta og skipuleggjum okkur vel saman ef einhverjir vilja gera þetta.
*Mynd ferðar er tekin í mögnuðum könnunarleiðangri þjálfara þann 20. ágúst 2025 þar sem við uppgötvuðum þessa spennandi gönguleið frá Sporðöldulóni upp með Köldukvísl að Fagrafossi þar sem fossinn Nefji er sunnar á leiðinni sem og stórkostlegt gljúfur árinnar.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi
Kr. 9.800 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Að sjálfsögðu fá allir endurgreitt ef ferð er aflýst af einhverjum orsökum.
Allar nánari upplýsingar á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/koldukvislargljufur-fra-tungna-um-hrauneyjar-spordoldulon-nefja-og-fagrafoss-upp-a-sprengisand-legg-15-yfir-island
You may also like the following events from Fjallgöngur.is & Toppfarar.is: