Mjög spennandi könnunarleiðangur á sjaldfarin fjöll í Friðlandinu að Fjallabaki sem skreyta miðlegg Hellismannaleiðar, þar sem við hringum hið ægifagra Herbjarnarfellsvatn og skoðum Laufdalsvatn sem er úr alfaraleið og fáir hafa séð.
*Fjórhjóladrifnir bílar og jepplingar komast en fara þarf yfir saklaust vað Helliskvíslar og því þarf hugsanlega að ferja þá yfir sem ekki komast yfir ána að Landmannahelli um 5 km spotta.
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.
*Þessi ferð er hluti af langtímaverkefni þar sem við söfnum öllum fjöllunum í Friðlandinu að Fjallabaki, hér eru allar fyrri ferðir hingað til, alls 15 talsins sem er ótrúlegt því okkur finnst svo stutt síðan við ákváðum að gera þetta eftir fyrstu ferðina 2015:
fjollin_ad_fjallabaki | Toppfarar
*Ljósmynd ferðar tekin í magnaðri ferð á Löðmund þann 13. ágúst 2022: Löðmundur við Landmannahelli
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi.
Kr. 9.800 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Allar upplýsingar um ferðina á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/herbjarnarfell-og-laufdalseggjar-fra-landmannahelli
You may also like the following events from Fjallgöngur.is & Toppfarar.is: