Miðvikudaginn 3. september bjóðum við til lúxuskonukvölds í KEF SPA sem hluta af Ljósanæturdagskrá Hótel Keflavík 🌙✨
KEF SPA opnar kl. 17:00 og kl. 18:00 tekur Kampavínsfjelagið á móti stelpunum okkar með kynningu á þremur mismunandi kampavínsgerðum – allar fá sitt glas til að smakka🥂
Á svæðinu verða einnig sérfræðingar frá Blue Lagoon Skincare sem bjóða húðgreiningu, faglega ráðgjöf og sérstök tilboð á vörum með kaupauka.
Kvöldið verður í senn afslappandi og skemmtilegt – með drykkjartilboðum á Versace Bar, léttum veitingum frá KEF Restaurant, tónlist og góðri stemningu 💃
Smá glaðningur verður fyrir allar þær sem að mæta og að auki verða dregnir út veglegir vinningar fyrir nokkrar heppnar KEF konur.
✨ Þetta er kvöldið til að fagna, njóta og dekra við sjálfa sig með vinkonum.
✨ Aðeins takmörkuð sæti – fyrst kemur, fyrst fær.