Góðgerðarhlaupið.
Bakgarðurinn/skemmtigarðurinn verður haldinn á Reyðarfirði 6. september.
Í ár verður boðið uppá 3 vegalengdir
Bakgarðurinn er 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring.
Ef þetta er óspennandi vegalengd og þið viljið vera með og styrkja gott málefni í góðum félagsskap bjóðum við uppá Skemmtigarðinn sem er ca 4.4 km með sama formi og það næst að klára hann gangandi. Síðan ef einhverjum finnst þetta of lítil áskorun er hægt að reyna við XL útgáfuna sem er 8.3 km þá má alltaf færa sig í bakgarðinn ef það reynist og mikið..
Öll skráningar gjöld og auka greiðslur fara í félagið Örninn.
Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin. Félagið býður upp á helgardvöl og mánaðarlegar samverur fyrir börn í sorg. Þar vinnum við sorgarúrvinnslu, fáum fræðslu um ýmislegt tengt áföllum og missi ásamt því að hafa gaman saman og njóta lífsins. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.
Heimasíða félgasins:
https://www.arnarvaengir.is
Greiða skal fyrir þátttöku á þennan reikning:
Kennitala: 491023-0820
Reikningsnúmer: 0133-15-011967
Kostnaður er 2.500 kr en tökum á móti frjálsum framlögum en allur ágóðinn fer í Örninn.
Skráning hér:
https://forms.gle/FbKzTcXjE8RKnneL8