🎄 LENGRI OPNUNARTÍMI UM HELGAR Á AÐVENTUNNI ✨
🐱🎁 Jólakötturinn, jólagjafir hjá dýrunum – og 🐶 skráðir hundar velkomnir á sunnudögum!
🌟 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er nú fagurlega skreyttur hundruðum þúsunda jólaljósa ✨ og fólk og dýr komin í mikið jólaskap 🎅🦌.
Garðurinn verður opinn lengur á laugardögum og sunnudögum á aðventunni – frá kl. 10–20.
Aðventuhelgarnar eru 29.–30. nóvember og allar helgar í desember til jóla.
🕯️🔥 Kerti og eldar munu loga víða í garðinum síðdegis um helgar og gestum verður boðið í hringekjuna 🎠 frá kl. 16–20.
Dagskráin í kringum dýrin verður með jólablæ 🎄 og margir eflaust þakklátir fyrir að hvíla sig frá jólaundirbúningi í faðmi dýranna 🐑🐇🦭.
🐱 Jólakötturinn verður á sínum stað alla daga, og síðdegisdagskráin hefst þegar hreindýrunum 🦌 er gefið kl. 15:30 og lýkur í fjósinu kl. 16:30.
Á milli þess er gefið smádýrum 🐹 og selum 🦭.
📚 Fræðslufreyjur lesa jólakattasögu í fjósinu alla virka daga 15.–19. desember kl. 10:00 og 10:30.
🐕🦺 Hundar sem eru stilltir, skráðir og heilsuhraustir eru velkomnir í heimsókn alla miðvikudaga – og á aðventunni líka alla sunnudaga: 30. nóvember, 7., 14. og 21. desember.
Þeir skulu vera í stuttum taum og á ábyrgð fullorðins 👨🦳👩🦰.
🌭✨ Bæjarins Beztu verða með opið um helgar og lofa alvöru jólastemningu!
Glímudýrahornið 🤼♂️🐾 verður á sínum stað.
✂️🐑 Sauðfé garðsins verður rúið laugardaginn 29. nóvember þegar Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mætir með klippurnar. Hann byrjar kl. 15:00 og verður við störf fram undir kvöld 🌙.
🎺🎶 Skólahljómsveit Grafarvogs spilar fyrir gesti sunnudaginn 7. desember kl. 17:30.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts kemur laugardaginn 13. desember og sunnudaginn 14. desember kl. 17:30.
🕙 Virka daga verður opið 10–17, en á aðfangadag 🎄, gamlársdag 🎆 og nýársdag 🎉 verður opið 10–15. Lokað á jóladag.
🎫 Hefðbundinn aðgangseyrir gildir allan desember.