Jólasýning Fimleikafélags ÍA verður haldin sunnudaginn 7. desember n.k í Fimleikahúsinu við Vesturgötu. Iðkendur og þjálfarar hafa unnið hörðum höndum að sýningunni og hlakka mikið til til að sýna afraksturinn.
Í þetta skiptið mun þema sýningarinnar vera: Aðdragandi jóla🎁
Allir iðkendur félagsins, 4 ára og eldri, koma fram í sýningunni.
Við hvetjum því alla foreldra, systkini, ömmur og afa og annað fimleikaáhugafólk til að koma og sjá iðkendur leika listir sínar.
Sýningarnar verða tvær að þessu sinni:
Sýning 1 hefst klukkan 12:00
🎫Miðasala hér
https://stubb.is/events/oJq2Oy
Sýning 2 hefst klukkan 14:00
🎫Miðasala hér
https://stubb.is/events/nKkDan
Hleypt verður inní sal 20 mín fyrir hvora sýningu.
* Athugið að sömu hópar koma ekki fram á báðum sýningum (sjá hér að neðan).
Verðskrá:
Fullorðnir (12 ára og eldri): 1.500 kr
Börn (3-11 ára): 1.000 kr
- Miðasala fer fram a Stubb.is og við hurð en mælum með að tryggja ykkur miða sem fyrst þar sem takmarkað pláss er í stúkunni -
https://stubb.is/fimleikafelagia/tickets
Jólasjoppa félagsins verður að sjálfsögðu á sínum stað þar sem hægt verður að næla sér í heitt súkkulaði og allskonar jólalegt góðgæti.
Sýningin okkar er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og viljum við þakka öllum sem koma að henni kærlega fyrir sitt framlag 💛
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólastuði í stúkunni💛
🎅Hópar sem fram koma á sýningu 1:
- 8. flokkur - 6. flokkur KK - 6. flokkur eldri - 4. flokkur yngri - P1/2 - Áhugah. Eldri - P3 - 3. flokkur - 2. flokkur - 1.flokkur/Mfl.
🎅Hópar sem fram koma á sýningu 2:
- 7. flokkur - 6. fl yngri - 1-3. bekkur borgarfjörður - 5. flokkur - 4. flokkur eldri - P1/P2 - Áhugah. Yngri - - KK yngri - 3. flokkur - 2. flokkur - 1.flokkur/Mfl.