[ENGLISH BELOW] Þann 11. desember 2025 kl. 12-13 í stofu S-262 (Sögu) munu Dr Cassie Pedersen, lektor í afbrotafræði og réttarfarsfræði við Federation háskóla í Ástralíu og Dr Stephen Burrell, lektor í kynjafræði og afbrotafræði við Melbourne háskóla halda erindið Frá karllægu ofbeldi til umhyggjusiðfræði: Framlag vistfemínisma til grænnar afbrotafræði. Viðburðurinn er á ensku.
Í erindinu varpa þau Pedersen og Burrell ljósi á neikvæð áhrif manneskjunnar á hinn „meira-en-mennska“ náttúruheim með því að tengja saman græna afbrotafræði og vistfemínisma. Þau sýna hvernig viðtekið kynhlutlaust sjónarhorn horfir fram hjá hlut karla og karlmennsku þegar skaði gagnvart umhverfinu er skoðaður. Þau álíta að skaði sem unninn er á dýraríkinu og hinu-meira-en-mennska umhverfi sé kynjað fyrirbæri sem ætti að skilja sem birtingarmynd á karllægu ofbeldi. Vistfemínismi veitir innsýn í hvernig ofbeldi af þessu tagi má rekja til tvíhyggju sem setur manneskjuna ofar náttúrunni, og hið karllæga ofar hinu kvenlæga. Hið kynjaða stigveldi gerir mögulegt að líta á aðra eingöngu sem tæki sem þjónar þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi. Vistfemínisminn gefur möguleika á að skilja karllægt ofbeldi gegn umhverfinu en ekki síður að kynna aðferðir til að binda enda á það. Leiðin að því er umhyggjusiðfræði sem afhjúpar stigveldishugsun og talar fyrir friðsamlegum tengslum milli manna og hinnar meira-en-mennsku tilveru. Með því að byggja upp tengsl umhyggju og jafnræðis við aðrar verur reynist erfiðara að koma fram við þær á drottnandi og ofbeldisfullan hátt og það skapar grundvöll fyrir sjálfbæra tilveru. Fundarstjóri er Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði og félagsfæði.
Viðburðurinn er þverfræðilegt samstarf milli námsbrautar í kynjafræði, Rannsóknastofu í afbrotafræði, MARK, Siðfræðistofnunar og Sjálfbærnistofnunar.
Dr Cassie Pedersen er lektor í afbrotafræði og réttarfarsfræði við Federation háskóla í Ástraliu. Rannsóknir hennar er á sviði fræðilegra hug- og félagsvísinda, sakfræði and‐tegundahyggju, vistfemínisma, áfallakenningar og gagnrýnna dýrarannsókna. Út frá þessum sjónarhornum skoðar hún hvernig kúgunarkerfi svo sem kynjamisrétti, kynþáttafordómar, tegundahyggja og fötlunarfordómar eru samtvinnuð og viðhalda og ýta undir skaða í bæði mannlegum og meira‐en‐mannlegum heimum.
Dr Stephen Burrell er lektor í afbrotafræði og kynjafræði við Melbourne háskóla í Ástralíu. Meðal helstu rannsóknasviða hans eru karlar, karlmennska og ofbeldi. Doktorsritgerð hans fjallaði um starf með drengjum og körlum gegn ofbeldi og nýlegar rannsóknir hans snúast um tengslin milli karllægs ofbeldis og umhverfisógnar. Hann er heiðursfélagið í Félagsfræðideild Durham háskóla í Bretlandi, starfar með samtökunum MenEngage Global Alliance og stjórnar hlaðvarpin Now and Men: Current conversations on men’s lives.
ENGLISH
On December 11, 2025, 12-13 in room S-262 (Saga), Dr Cassie Pedersen, Lecturer in Criminology and Criminal Justice at Federation University in Australia and Dr Stephen Burrell, Lecturer in Gender and Criminology at the University of Melbourne, will give the talk From Masculine Violence to an Ethics of Care: The Contribution of Ecofeminism to Green Criminology
Pedersen and Burrell highlight the destructive impact of humans on the more-than-human world by connecting green criminology and ecofeminism. They show how a gender-neutral lens overlooks the disproportionate role of men and masculinities in perpetrating green harms. Pedersen and Burell place green criminology into critical dialogue with ecofeminism, arguing that harms against the environment and nonhuman animals are inextricably gendered and should be understood as interconnected forms of men's violence. Ecofeminist insights reveal that violence against the more-than-human world is rooted in hierarchical dualisms, whereby humans are placed separate from and above nature, and the masculine is defined as superior to the feminine. This hierarchical logic enables men to view others in detached, instrumental ways and serves to legitimise acts of men's violence. While ecofeminism provides green criminologists with a productive framework for understanding men's violence against the environment and nonhuman animals, it also provides a means of moving beyond this violence. It does this by advocating for an ethic of care that unravels hierarchical modes of thinking and promotes more harmonious relationships between humans and the more-than-human world. By building caring, egalitarian relationships with other living beings (and with their own emotional selves), it is harder for men to act in violent, dominating ways towards others, providing the foundation for more sustainable, interdependent ways of being.
Moderator Helgi Gunnlaugsson, Professor of criminology and sociology.
The event is an interdisciplinary collaboration between the study program of gender studies, the Criminology research center, MARK, the Center for Ethics and the Sustainability Institute
Dr Cassie Pedersen is a Lecturer in Criminology and Criminal Justice at Federation University, Australia. Situated within the theoretical humanities and social theory, her research brings together anti-speciesist criminology, ecofeminism, trauma theory, and critical animal studies to explore how extraordinary harms are embedded in ordinary structures, institutions, and practices. Through these theoretical lenses, she examines how systems of oppression—such as sexism, racism, speciesism, and ableism—are co-constituting and mutually reinforcing, sustaining harm across human and more-than-human worlds.
Dr Stephen Burrell is a Lecturer in Criminology at the University of Melbourne, Australia. His research focuses on men, masculinities and violence. His PhD addressed work with men and boys to prevent violence against women, and more recently, he has been investigating the relationship between masculinity and the climate crisis. He is also an Honorary Fellow in the Department of Sociology at Durham University, UK, is actively involved in the MenEngage Global Alliance, and co-hosts a podcast called Now and Men: Current conversations on men’s lives.
You may also like the following events from Kynjafræði HÍ: