Event

Laufafell við Markarfljót

Advertisement

Mjög spennandi, stutt og einföld ganga á allra færi á eitt mest áberandi fjallið að Fjallabaki með stórkostlegt útsýni og landslagi allt í kring og ekki er akstursleiðin síðri um sjaldfarnar slóðir upp á hálendið.

*Jepplingar komast upp með Keldum að fjallsrótum.

*Eingöngu farið í góðri veðurspá og ef enn er bílfært upp á hálendið og ekki kominn snjór að ráði í fjöllin (gætum þurft keðjubrodda).

*Ljósmynd tekin af tindi Stóru súlu 11. september 2022 þegar gengið var á hana og Hattfell sama dag í stórkostlegu veðri, birtu og útsýni:
https://www.fjallgongur.is/post/st%C3%B3ras%C3%BAla-og-hattfell-%C3%AD-miklum-bratta-og-st%C3%B3rfenglegu-%C3%BAts%C3%BDni-laugavegsfj%C3%B6llin


Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi.

Kr. 9.800 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.


Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.


Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Allar upplýsingar á viðburði á vefsíðu okkar hér:

https://www.fjallgongur.is/event-details/laufafell-ad-fjallabaki-i-vetrarbyrjun





Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Patreksfjörður Events in Your Inbox