Event

Mjúkar teygjur og jóga nidra í heitum sal.

Advertisement

Mildi og Mýkt – Jóga fyrir alla

Velkomin(n) í nærandi og róandi jógatíma þar sem mildi og mýkt er allsráðandi.

Við sameinum einfaldar teygjur, mjúkar hreyfingar og endum tímann á djúpslökun eða jóga nidra sem nærir bæði líkama og huga.
Markmið tímanna er að auka hreyfigetu, liðka og mýkja stífa og stirða vöðva en þetta er einnig áhrifarík leið til að minnka streitu og spennu sem situr víða í líkamanum og tengjast sjálfum sér á mildan og kærleiksríkan hátt. Með jóga nidra gefur þú taugakerfinu rými til að gefa eftir og róast.

Tíminn hentar flestum, óháð reynslu – eina sem þarf er að geta verið á dýnu á gólfi.

Engin fyrri jógareynsla nauðsynleg.

Komdu eins og þú ert – og leyfðu líkamanum og huganum að slaka á.
Mjúk hreyfing – Djúp næring – Innri ró
Kennari Iris Eiríksdóttir jóga og hugleiðslukennari.

Yogahúsið Lífsgæðasetur st.jó
Hefst 18/8 mán og föstudaga (4 vikur - 8 skipti)
Verð 25.000 kr
Skráning & upplýsingar: eW9nYWh1c2lkIHwgZ21haWwgISBjb20=



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Hafnarfjörður Events in Your Inbox