Event

Gönguferð með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks í landi Bjargs í Borgarnesi

Advertisement

Sunnudaginn 7. september 2025 kl. 16:00-17:30 verður
gönguferð með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks
í landi Bjargs í Borgarnesi.

Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur, heilari, Völva og stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. mun leiða gönguna og segja frá huldufólkinu, álfunum og hafmeyjunum sem dvelja á þessu svæði.

Gönguferðin er um ein og hálf klukkustund og hefst við innganginn í Bjargsskóg við enda Arnarkletts. Gengið verður hægum skrefum um skógarstíg og tún, áð á vel völdunum stöðum þar sem við stöldrum við í þögn og skynjum okkur í samveru með fleiri víddum.

Viðburðurinn er gjaldfrjálst og og haldinn aðdraganda Álfastundar sem verður þann 4. október 2025 í Hjálmakletti Borgarnesi.



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox