Event

Blómapottasmiðja - Listasmiðja á Frídegi

Advertisement

Sunnudaginn 3. ágúst frá kl. 11 - 16 verðum við með Blómapottasmiðju & Verslunarmannafögnuð í Höfuðstöðinni. Skreyttu blómapott sem táknar byrjunina á einhverju nýju. Hugsaðu um hvað þú vilt rækta, ekki bara út frá moldinni heldur einnig frá hjartanu. Hvert einasta sköpunarverk er fræ að nýrri upplifun sem þú hefur tækifæri til að láta blómstra og dafna.

Alla Verslunarmannahelgina verðum við með listasmiðjur og skemmtilegheit fyrir alla fjölskylduna:

*2 ágúst (lau) - Flugdrekasmiðja
*3 ágúst (sun) - Blómapottasmiðja
*4 ágúst (mán) - Sparibaukasmiðja
*Ókeypis Andlitsmálun & Hárkrítar
*Útileikir og fjör
*Ókeypis á sýninguna Chromo Sapiens fyrir 11 ára og yngri í fylgd fullorðna.
*Lífrænn Candý Floss með jarðaberjabragði á staðnum.
*Kaffihúsið og sólpallurinn verða á sínum stað.

--

Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum. Þar má finna kaffihús og bar með sólpalli og útileikföngum, gjafavöruverslun og sýninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Opið er virka daga frá kl. 12 - 18 og helgar frá kl. 11 - 17. Hægt er að leigja út Höfuðstöðina fyrir einkaviðburði og það eru skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur alla laugardaga frá kl. 11 - 17 og á völdum frídögum.

www.hofudstodin.com
www.instagram.com/hofudstodin/
www.facebook.com/hofudstodin/



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox