Kassos söguganga
Advertisement
John George Kassos, flugmaður í bandaríska hernum, bjó og starfaði á Melgerðismelum í Eyjafirði á stríðsárunum. Hann fórst við skyldustörf 22 ára að aldri þegar orrustuvél hans af gerðinni P-39 Airacobra brotlenti í Rauðhúsahólum í ágúst 1942. Rannsóknir Varðveislumanna minjanna á brotlendingarstaðnum hafa fangað athygli fjölskyldu John í Bandaríkjunum. Varðveislumenn efna til sögugöngu á slóðir flugmannsins unga á Kassos Field sunnudaginn 27. júlí. Brynjar Karl Óttarsson mun leiða gönguna þar sem braggagrunnar verða skoðaðir og staðurinn þar sem John mætti örlögum sínum. Við hefjum leik klukkan 13:00 í Brekkusíðu 3 þar sem Brynjar mun kynna John til sögunnar, líf hans og störf í aðdraganda stríðsins og sýna ljósmyndir sem borist hafa frá fjölskyldu John í Arkansas. Þaðan verður lagt af stað á einkabílum inn Eyjafjörð í átt að Melgerðismelum með viðkomu á einum stað.
Gangan er ekki löng og á jafnsléttu. Gott er að grípa með sér bita í gönguna og eitthvað til að drekka en staldrað verður við á „nestisstað“ í Rauðhúsahólum um miðbik göngunnar. Gangan er háð veðri og gæti tímasetning hennar breyst með stuttum fyrirvara. Áhugasamir eru því beðnir um að fylgjast með fréttum af gangi mála vikuna fyrir áætlaðan göngudag hér á fésbókarsíðu Varðveislumanna.
Sögugangan er hluti af viðburðadagatali Varðveislumanna minjanna sumarið 2025 þar sem boðið er upp á fyrirlestra, sögugöngur og fleira áhugavert í anda VM.
Gangan er ekki löng og á jafnsléttu. Gott er að grípa með sér bita í gönguna og eitthvað til að drekka en staldrað verður við á „nestisstað“ í Rauðhúsahólum um miðbik göngunnar. Gangan er háð veðri og gæti tímasetning hennar breyst með stuttum fyrirvara. Áhugasamir eru því beðnir um að fylgjast með fréttum af gangi mála vikuna fyrir áætlaðan göngudag hér á fésbókarsíðu Varðveislumanna.
Sögugangan er hluti af viðburðadagatali Varðveislumanna minjanna sumarið 2025 þar sem boðið er upp á fyrirlestra, sögugöngur og fleira áhugavert í anda VM.
Advertisement