Event

Sumarkjóla og Freyðivínshlaup! 👗🥂

Advertisement

Jú þið eruð að lesa rétt!
Sumarkjóla og Freyðivínshlaupið verður haldið aftur þar sem það var svo gaman í fyrra!!

Byrjum Verslunarmannahelgina með stæl!

Sumarkjóla og Freyðivínshlaup verður haldið í Kjarnaskógi þann 31.Júlí kl 17.00 🍾✨️
-> 20. ára aldurstakmark er í hlaupið! <-
Nú er heldur betur rétti tíminn til þess að draga fram sumarkjólinn 👗 og/eða sumarfötin 🩳👕 sem þú hefur ekki náð að nota í sumar! 🌻
Við hittumst öll á planinu við Kjarnakot, eina sem þú þarft að taka með er ísköld 750ml flaska af freyðivíni (áfengt/óáfengt), grípa glas með og alls ekki gleyma góða skapinu! 🥂✨️
Hvetjum öll til þess að mæta, allir fara á sínum hraða! Labb, hlabb eða hlaup allt leyfilegt 🏃‍♀️🚶‍♀️💥

Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra
1 hringur ca 2.2km!

+ Aðeins lengri hringur ( frekari upplýsingar koma inn síðar) fyrir þau sem eru til í vilt og tryllt

☀️ Nú hugsum við fallega til bestu okkar ☀️



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Akureyri Events in Your Inbox