Event

Katrín Halldóra | Af fingrum fram

Advertisement

Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur ótrauð áfram inn í sextánda starfsvetur sinn í Salnum.

Söng- og leikhæfileikar Katrínar Halldóru orka ekki beint tvímælis því Íslendingar tóku þessa frábæru listakonu upp á sína arma þegar hún steig að því er virtist fullsköpuð inn í hlutverk Ellyjar Vilhjálms á sviði Borgarleikhússins hér um árið. Austfjarðardísin hefur ekki slegið slöku við síðan; gert helling af tónlist undir eigin nafni og verið iðin við kolann á leiksviðinu; til dæmis í sýningunni um líf Ladda. Katrín Halldóra mun flytja efni úr ýmsum áttum og leiða áhorfendur í gegnum glæsilegan ferilinn ásamt gestgjafa sínum, Jóni Ólafssyni.

Forsala stendur yfir til 10.ágúst.
Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Kopavogur Events in Your Inbox