Event

Selló á ferð um Suðurland - Katrín Birna Sigurðardóttir / Ókeypis tónleikar

Advertisement


Selló á ferð um Suðurland snýr aftur í þriðja sinn eftir mjög góðar viðtökur síðasta sumar. Nú er ferðinni haldið á menningarhús, setur og söfn, þar sem Sunnlendingum gefst tækifæri á að sækja ókeypis viðburði og kynnast sellóinu.

Selló á ferð um Suðurland er sumarverkefni Katrínar Birnu Sigurðardóttur sem er frá Selfossi en stundar nú mastersnám í sellóleik við Tónlistarháskólann í Árósum, Danmörku. Tónleikarnir eru kjörið tækifæri til að gera sér dagamun í sumarfríinu og njóta þess að hlusta á sellóleik. Auk Katrínar kemur Elísabet Anna fram á fiðlu sem stundar nám við sama skóla og munu þær flytja skemmtilega dúetta.

Endilega fylgdu Selló á ferð um Suðurland á Facebook til að fylgjast með verkefninu!




Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Selfoss Events in Your Inbox