Event

Skötuveisla á Þorláksmessu að sumri á Hestakránni

Advertisement

Í tilefni þess að rúmir 5 mánuðir verða til jóla þann 20. júlí næstkomandi heldur Hestakráin skötuveislu á Þorláksmessu að sumri. Á boðstólnum verður skata, saltfiskur, ný uppteknar kartöflur og rófur ásamt hamsatólg, rúgbrauði og smjöri. Snafs við innganginn er innifalinn í verði.

Verð á mann 4.900 kr. Girðing verður á staðnum fyrir hesta og viljum við með því hvetja alla sem vettlingi geta valdið að koma ríðandi til veislunnar.

Veislan hefst kl. 19:00 og verður barinn opinn vel fram eftir kvöldi. Hægt er að panta í skötuveisluna með því að senda póst á aGVzdGFrcmFpbiB8IGhlc3Rha3JhaW4gISBpcw== eða í síma 8651717 / 6952330
Bókanir þurfa að berast fyrir miðnætti fimmtudaginn 17.07.2025 :)

Helga & Helgi á Hestakránni



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Selfoss Events in Your Inbox