Event

Börnin okkar - Heimildarmyndin SEEN í Hlégarði

Advertisement

Þann 18. september kl. 20:00 mun Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar standa fyrir bíókvöldi í Hlégarði sem hluta af verkefninu Börnin okkar (mos.is/borninokkar).

Myndin sem verður sýnd heitir SEEN The Film – A Parent TV Documentary. SEEN er áhrifamikil heimildarmynd sem varpar ljósi á hvernig bætt geðheilsa foreldra getur haft djúp áhrif á tengsl við börnin þeirra og jafnframt á heilbrigðan þroska barnsheilans. Myndin sameinar raunverulegar og einlægar frásagnir foreldra og vísindalega innsýn frá sérfræðingum í því hvernig áföll og tengslamynstur í barnæsku móta okkur sem foreldra og hvernig við getum bætt samskiptin við börnin okkar.

Eftir sýninguna verður boðið upp á opnar umræður og spurningar þar sem sérfræðingar úr heilbrigðisþjónustu verða til staðar:

- Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur
- Hulda Jónsdóttir Tögyes, sálfræðingur
- Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur

Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir en handboltadeild Aftureldingar mun vera með veitingasölu sem fjáröflun fyrir börn sem munu keppa á handboltamóti í Svíþjóð sumarið 2026.

Þetta er einstakt tækifæri til að sjá kvikmynd sem snertir hjartað, vekur til umhugsunar og getur haft áhrif til framtíðar – fyrir foreldra, fagfólk og öll þau sem hafa áhuga á tengslum, uppeldi og bataferli.

Sýnishorn úr myndinni:
https://www.youtube.com/watch?v=bZPQXpw6kT0





Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox