Event

Possibillies 40 ára afmælistónleikar

Advertisement

Forsala hefst á póstlista TIX 26. júní og almenn sala 27.júní

Possibillies mæta aftur til leiks eftir áratuga fjarveru og halda afmælistónleika í Bæjarbíói en í ár eru 40 ár frá því að hljómplatan Mát kom út en ýmsir þekkja smellinn Móðurást af þeirri plötu.

Dúettinn skipa þeir Jón Ólafsson & Stefán Hjörleifsson sem flestir þekkja í dag sem meðlimi hljómsveitarinnar Nýdönsk. Þeir félagar sendu frá sér aðra plötu árið 1990 sem kallast Töframaðurinn frá Ríga og hefur hún hlotið ákveðinn heiðurssess á meðal tónlistarpælara landsins. Þar er að finna lagið Tunglið mitt við texta Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem var helsti textahöfundur þessarar plötu.

Á tónleikunum verða leikin lög af þessum hljómplötum auk annarra áhugaverðra laga sem tengjast dúettinum. Söngvararnir Daníel Ágúst, Björn Jörundur, Hildur Vala og Gunnar Guðbjörnsson auk þess sem von er á leynigestum.

Kynnir er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Dr. Þorsteinn
Gunnarsson kemur sérstaklega frá Svíþjóð til að taka þátt í gleðinni.

Þau sem koma fram á tónleikunum eru:

Jón Ólafsson Stefán Hjörleifsson
Daníel Ágúst Haraldsson
Björn Jörundur Friðbjörnsson
Hildur Vala
Gunnar Guðbjörnsson
Guðmundur Pétursson
Sigurður Flosason
Jökull Jónsson
Andri Ólafsson
Ólafur Hólm
Þorsteinn Gunnarsson
Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Hafnarfjörður Events in Your Inbox