Event

Landslagsgreining og hönnun - smástundarsýning í Gestastofu Elliðaárstöðvar

Advertisement

🌲 Verið hjartanlega velkomin á smástundarsýningu nemenda í landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum🌲

💛Sýningin fer fram í Gestastofu Elliðaárstöðvar frá 1. júlí til 18. ágúst og er opið á virkum dögum frá 8:30 - 16:30

🌿Á sýningunni má sjá hugmyndir nemenda um hvernig Elliðaárdalurinn gæti þróast til framtíðar. Verkefnið er hluti af námskeiði í Landslagsgreiningu þar sem lögð er áhersla á að nemendur byggi hönnunarvinnu sína á vandaðri greiningu landslags og umhverfis.

🌎Hver og einn nemandi mótaði sína eigin framtíðarsýn fyrir dalinn og vann hönnunartillögu sem dregur fram sérkenni svæðisins, bregst við áskorunum og opnar fyrir möguleika í nýtingu, vernd og upplifun.

🐦Nemendur settu sér hönnunarþema, völdu stað innan dalsins og útfærðu hugmyndir sínar bæði í stórum og smáum mælikvarða – allt frá skipulagi stígakerfa til nánari hönnunar dvalarsvæða,
fuglaskoðunarpalla, upplifunarleiða og fleira.

🧠Með verkefninu er ætlunin að þjálfa framtíðarlandslagsarkitekta í að hugsa skapandi og röklega um samspil náttúru og mannlífs og að segja skýra og sannfærandi sögu með landslagi.




Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox