Event

9D Breathwork: 5 Primary Trauma Imprints - REMASTERED

Advertisement

Það gleður okkur að tilkynna að við (Sara og Jens) ætlum að halda kraftmikla og endurskapaða ferðalagið 5 Primary Trauma Imprints kl 18:00 þann 9 júlí.

Um ferðalagið:

Öll lendum við í reynslu í barnæsku sem hefur áhrif á okkur síðar meir – hvort sem það er skortur á ást og nærveru, höfnun, yfirgefning eða skömm. Þessar dýpstu upplifanir skrifast oft inn í taugakerfið okkar og halda áfram að móta hegðun, tengsl, sjálfsmynd og líðan inn í fullorðinsár.

Í þessu ferðalagi notum við kraft 9D Breathwork til að losa um þessi fimm helstu innprentanir og vinna í gegnum áhrif þeirra á öruggan og nærandi hátt. Ferðalagið er einnig tileinkað heilun innra barnsins — þess hluta okkar sem býr yfir sakleysi, tilfinninganæmni og þörfinni fyrir ást og samþykki.

Þetta ferðalag er fyrir þá sem vilja losna undan kynslóðaáföllum og sársaukafullum mynstrum sem fylgja okkur frá bernsku – sem færast oft áfram yfir í samböndin okkar, sjálfsmyndina og daglegt líf. Þetta er djúpt og áhrifaríkt rými fyrir þá sem eru tilbúnir að rjúfa hringrásina og sleppa tökunum á sársauka tilheyrir þeim ekki lengur.



Ávinningar:

🌬️ Losun frá fortíðarsársauka
Losaðu þig undan þeim áhrifum sem bernskusár og erfiðar tilfinningar hafa haft á líkama og huga.

💡 Skýrleiki og innsýn
Fáðu betri skilning á því hvernig fyrri reynsla hefur mótað líf þitt – og hvernig þú getur umbreytt því sem áður hélt aftur af þér.

👶 Heilun innra barnsins
Tengstu aftur við þann hluta sem þráir ást, öryggi og samþykki – og gefðu honum það sem hann þurfti.

💪 Innri styrkur og sjálfstraust
Upplifðu aukinn mátt og trú á sjálfan þig með því að sleppa tökunum á sjálfsefa og gömlum skuggum.

🧘‍♀️ Tilfinningalegt jafnvægi
Njóttu meiri róar, jafnvægis og stöðugleika í tilfinningum þínum og viðbrögðum í daglegu lífi.

🌱 Dýpri tenging við sjálfan þig
Stígðu inn í þína eigin heilun, lífsorku og heild – og finndu hvernig það er að lifa í samhljómi við þitt sanna sjálf.



------------------------------------------------------------------


9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við Sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar.

Hún veitir þátttakendum tækifæri til að fara í gegnum djúpa sjálfskoðun, skoða ómeðvituð viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim, upplifa tilfinningalega losun og tengjast meiri þakklæti, krafti og gleði gagnvart lífinu og hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi.

Þessi meðferð nær þessu fram með framúrskarandi árangri með því að hægja á bylgjulengd heilans frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í lægri tíðni (Theta) tengd djúpslökun og svefn-tíðni heilans. Þannig fá þátttakendur aðgang að undirmeðvitundinni sinni og geta byrjað að losa sig úr fjötrum áfalla, endurbyggt dýpri skilning á sjálfum sér og skapað öflugri hugmyndir og viðhorf um lífið og eigið sjálf.

Þetta er einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem hafa áhuga á að bæta lífsgæðin sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa. Því það er erfitt að lýsa þessari reynslu nema að hafa upplifað hana sjálf/ur.

Ávinningar 9D Breathwork

-Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
-Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni.
-Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
-Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
-Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
-Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.

Við hlökkum til að taka á móti þér og skapa öruggt rými fyrir þig að mæta með þig alla/nn.

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram hér: https://www.sjalfid.is/9D-breathwork
Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox