Event

ÆVINTÝRA HJARTAÐ // hjartaopnandi dagsferðir í náttúrunni

Advertisement

🌿 ÆVINTÝRA HJARTAÐ eru dagsferðir með áherslu á tengingu og hjartaopnun í náttúrunni.

Laugardagur 5. júlí | 13:00–20:00 | Hvalfjörður

Langar þig að tengjast náttúrunni dýpra? Að opna hjartað, slaka á og upplifa kraftinn í náttúrunni og sjálfum þér?

Við byrjum ævintýrið að koma dýpra í hjartað okkur í cacao seremoníu, leidda hugleiðslu og öndun í náttúrunni.

Seremonía er heilagt rými þar sem við stöldrum við í innri hlustun, þakkargjörð og tengingu við okkur sjálf og náttúruna. Með hjartað opið höldum við í enn meira ævintýri með landinu í léttar göngur, fossaböð á leyndum stöðum, eldathafnir og mysteríur.

Náttúran er okkar tærasti kennari og spegill. Í þessum ævintýrum ætlum við að opna á tenginguna okkar við náttúruna dýpra í tímaleysi og núveru.

Við sköpum heilagt rými til að hlusta inn á við og tengjast landinu, sjálfum okkur og hvert öðru. Þetta er ekki bara ferðalag – þetta er innri vakning. 🌲💧🔥



🌀 Dagskrá

– Mæting rétt fyrir utan borgarmörk kl. 13:00 (samkeyrsla á áfangastað)
– Kakóathöfn: hugleiðsla, öndun, tónlist
– Létt ganga í náttúrunni
– Fossaferðir & tenging við jörðina
– Jurtasöfnun og létt snarl
– Samverustund við eldinn
-



💰 Verð: 9.000 – 13.000 kr. (veldu það sem hentar þér)

🎟 Takmarkað pláss – skráning nauðsynleg



✨ Innifalið:

✔ Heildardagur í náttúru
✔ Kakóathöfn, hugleiðsla, öndun
✔ Leiðsögn, athafnir, jurtir & te
✔ Létt snarl & eldhringur



🧺 Taktu með:

– Handklæði (ef þú vilt fara í foss)
– Bolla fyrir kakó & heitt vatn í brúsa
– Hlý föt og fatnað eftir veðri
– Smá gjöf fyrir náttúruna eða eldinn (t.d. blóm, kristall, steinn)
– Léttan nestisbita fyrir kvöldmat



💚 Um Heiðrúnu Maríu

Plöntukennari, jógakennari og hjartaleiðsögumaður.
Heiðrún hefur leitt helgar athafnir, orkumeðferðir og kakóferðir bæði á Íslandi og í Gvatemala. Hún hjálpar fólki að losa spennu, opna hjartað og lifa í meiri tengingu – við sjálfan sig og náttúruna.



💬 Umsagnir:

„Þetta var ekki bara námskeið – þetta var umbreyting. Æfingarnar höfðu djúp áhrif á mig.“ – Ollý Aðalgeirs
„Ég fann tengingu við sjálfa mig sem ég hafði ekki upplifað áður. Heiðrún leiddi af svo mikilli ást.“



✨ Ef þig langar að tengjast náttúru, friði og hjartanu þínu – þá er þessi dagur fyrir þig.

📩 Skráning & nánari upplýsingar í skilaboðum eða á www.heidrunmaria.com/hjartad-2.

Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox