Event

Neon Glow 2,0

Advertisement

LOKSINS LOKSINS
SEIÐR kemur með sýninguna Neon Glow 2.0 norður á Akureyri

Áhorfendur fá að upplifa fjölbreytt dansatriði með reif ívafi þar sem notast verður við ýmis áhugaverð áhöld svo sem súlu, stóla og lollipop-lyru!

Þú vilt ekki missa af þessari veislu, svo vertu með og upplifðu töfra súludansins í allri sinni litadýrð

HVAÐ ER SEIÐR?

SEIÐR er fjölbreyttur sviðslistahópur sem hefur það sameiginlegt að bindast gegnum súlu og súludans. Meðlimir hafa ýmist bakgrunn í súludansi og -fitness, fimleikum, loftfimleikum og eldlistum. SEIÐR hefur sett upp fjölda eftirsóttra sýninga innan höfuðborgarsvæðisins allt frá stofnun hans 2021.

Hópurinn hefur einnig komið fram á sviði Þjóðleikhússins, m.a. í verkinu Ást Fedru og hlaut í kjölfarið Grímu-tilnefningu fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins ✨

Endilega fylgdu okkur á FB og Instagram undir @seidrdance

Forsalan er hafin á http://xn--grnihatturinn-4fb.is/




Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Akureyri Events in Your Inbox