Event

MIÐVIKUDJASS í Móa - Eik og Guðjón

Advertisement

Eik Haraldsdóttir er söngkona frá Akureyri. Hún byrjaði ung í tónlist og hefur verið að flytja tónlist síðan 2013. Hún tók rytmískt framhaldspróf árið 2021 í tónlistarskólanum á Akureyri en hún kynntist djasstónlist almennilega þegar hún hóf nám við Listaháskóla Íslands.

Guðjón Steinn Skúlason er fjölhæfur tónlistarmaður og hljóðfæraleikari úr Reykjavík. Hann er menntaður í djass-saxófónleik, bæði úr Menntaskóla í Tónlist og Manhattan School of Music, en auk þess hefur hann reglulega komið fram í hlutverki klarinettu-, þverflautu-, píanó- og bassaleikara.

Eik og Guðjón hafa spilað saman síðan 2024.

Hvað er betra en ljúfir djasstónar? Komið og njótið með okkur.
Girnilegir djazz-réttir og happy hour í boði á Móa Bistró.

Frítt inn og öll velkomin.

Það er Menningarfélag Akureyrar, Akureyrarbær og Mói Bistró sem bjóða gestum Listasumars á Akureyri að njóta djassaðra tóna í Hofi fjóra miðvikudaga í röð.

______________________________________
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2025
Sjá dagskrá á listasumar.is



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Akureyri Events in Your Inbox