Event

ENDIMÖRK ALHEIMSINS: NÁTTÚRA OG LÍF VIÐ YSTA HAF

Advertisement

Dagana 11.-15. ágúst býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á áhugavert námskeið á Melrakkasléttu rétt sunnan við Heimskautsbaug en þetta er í fjórða sinn sem námskeiðið er haldið, með örlítið breyttu sniði hverju sinni.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri en markmiðið er að kynna myndlist sem verkfæri til rannsóknar og skoðunar. Viðfangsefnið verður hin harðbýla og töfrandi náttúra svæðisins. Þátttakendur fá einnig innsýn í menningu, sögu og samfélag sem enn blómstrar á þessu hrjóstruga en hlunnindaríka svæði.

Farið verður í vettvangsferðir bæði lengri og styttri og unnið verður í og með náttúrunni. Vettvangsferðirnar eru bæði hugsaðar sem tilraun til tengslamyndunar við svæðið og söfnun hughrifa og viðfangsefna.

------------------------------

Leiðbeinendur verða myndlistarmennirnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þórarinn Blöndal (sem jafnframt eru dellumenn um silungsveiði). Einnig mun Snorri Freyr Hilmarsson teiknari, leikmyndahönnuður og staðarhaldari Óskarsbragga leiðbeina eftir atvikum. Matráður er Signý Jónsdóttir vöruhönnuður en hún hefur rannsakað og unnið með mat í hönnun sinni og er framúrskarandi kokkur. Hún hefur meðal annars unnið merkilega hönnunarrannsókn á melgresi.

Alla jafna fer kennsla fram frá kl. 09:00 á morgnana til kl. 15:00 á daginn. Ef veður leyfir verður farið í veiðiferðir í framhaldinu sem þó er ekki liður í skipulagðri dagskrá.

Verð á námskeiðið eru 120.000 kr. en staðfestingargjald upp á 40.000 kr. er greitt við skráningu. Síðasti mögulegi skráningardagur á námskeiðið er mánudagurinn 30. júní.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Rannsóknastöðina Rif og Heimsenda, menningarfélag Óskarsbragga á Raufarhöfn, með tilstyrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Myndlistaskólans: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/2025s-3mynd2ea00

Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Raufarhofn Events in Your Inbox