Event

Grannskoðun á Mars / An Anatomy of Mars, samtal við Ilana Halperin.

Advertisement

Kl. 15:00 – 19. júlí 2025
Primer / Felt Event
Dr. Catriona McAra, lektor í listasögu við Háskólann í Aberdeen, stýrir samtali milli listakonunnar Ilana Halperin og Dr. Claire Cousins, jarðvísindakonu við Háskólann í St. Andrews. Þær munu ræða hlut kvenna í jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á plánetum og segja frá vettvangsferðum sínum til Orkneyja og Íslands, þar sem þær leituðu „skyldleika“ í landslagi til að öðlast betri skilning á klettamyndunum á Mars.
Eftir sameiginlega vettvangsvinnu á jarðhitasvæðum ofan við Hveragerði hlakka þær til að snúa aftur og miðla niðurstöðum sínum. Á þessum viðburði verður jafnframt frumkynnt sérútgáfa af grafíkverki Ilönu sem ber titilinn Við erum öll jaðarlífverur. Viðburðurinn er inngangur að sýningunni Líffærafræði Mars, sem opnar í Listasafni Árnesinga þann 13. september 2025.
Allir velkomnir!

Þessar rannsóknir hafa hlotið styrk frá bresku geimvísindastofnuninni (UK Space Agency) og Vísinda- og tækniráðuneytinu (Science & Technology Facilities Council).

----
3pm 19 July 2025 Primer / Felt Event

Dr Catriona McAra, Lecturer in Art History at University of Aberdeen chairs a discussion between artist Ilana Halperin and Dr Claire Cousins, Reader in Earth Sciences at University of St Andrews. Spotlighting women's contributions to planetary geology, they have recently undertaken fieldtrips to Orkney and Iceland in search of local "kin" to creatively understand the rock formations of distant Mars. Following collaborative field work in the geothermal streams above Hveragerði, they are excited to return to share their findings! For this occasion, they will also launch a limited edition etching by Ilana entitled ‘We Are All Extremophiles’. This event serves as a prologue to ‘An Anatomy of Mars’, Ilana’s upcoming exhibition opening at the LÁ Art Museum on September 13th, 2025. All welcome.

This research has been funded by UK Space Agency/ Science & Technology Facilities Council.




Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Selfoss Events in Your Inbox