Event

Vespers e. Rachmaninoff - Kyrja+Yrkja - Næturvaka fyrir fórnarlömb stríðs

Advertisement

Sönghóparnir Kyrja og Yrkja sameina krafta sína og flytja hina stórkostlegu Næturvöku (Vespers) eftir Sergei Rachmaninoff í Norðurljósum í Hörpu, með aðeins tuttugu söngvurum án stjórnanda.

Á allra sálna messu, 2. nóvember, þegar birtan dvín og vetur tekur við, komum við saman til að minnast látinna í athöfn ljóss og tónlistar. Við minnumst ástvina okkar og tileinkum tónleikana sérstaklega fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu og Palestínu.

Miðar eru fáanlegir á tix.is/event/19612/sigildir-sunnudagar-vespers-eftir-rachmaninoff. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Sígilda sunnudaga 2025–2026.

Kyrja er karlakór sem stofnaður var árið 2022 með það að markmiði að færa út kvíar kórtónlistar. Yrkja er glænýr kvennakór stofnaður í sama tilgangi árið 2025. Báðir eru þeir undir listrænni stjórn Philips Barkhudarov og Sólveigar Sigurðardóttur. Söngvarar eru:

Sópran:
Alda Úlfarsdóttir
Ásta Sigríður Arnardóttir
María Konráðsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir

Alt:
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Margrét Björk Daðadóttir
Sara Gríms
Sunna Karen Einarsdóttir
Valgerður Helgadóttir

Tenór:
Bjarni Guðmundsson
Jón Ingi Stefánsson
Marteinn Snævarr Sigurðsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Þórhallur Auður Helgason

Bassi:
Pétur Oddbergur Heimisson
Philip Barkhudarov
Ragnar Pétur Jóhannsson
Stefán Sigurjónsson
Örn Ýmir Arason
Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox