Event

Sumarganga: Selfjall og Lækjarbotnar

Advertisement

Einar Skúlason leiðir göngu upp Selfjall og um Lækjarbotna. Vegalengd ca 4 km
Uppsöfnuð hækkun ca 160 m
Gangan tekur rúman klukkutíma til einn og hálfan.

Hittumst á bílastæði ofan við Waldorf skólann kl. 18. Göngum upp
hrygginn upp á Selfjall, þaðan á Klifkistu og niður að rústum
farfuglaheimilisins Heiðarbóls. Þaðan á vegslóða niður að Skátaheimilinu og meðfram gilinu í Lækjarbotnum og svo aftur á upphafsstað. Undirlag er óslétt á köflum og getur verið gott að taka með stafi.

Staðsetning bílastæðis á Google maps:
https://maps.app.goo.gl/boSkmxqaQkuZAm5FA





Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Kopavogur Events in Your Inbox