Event

Garmin Eldslóðin 2025

Advertisement

Utanvegahlaupið Garmin Eldslóðin verður haldið laugardaginn 14. september næstkomandi við Vífilsstaði í Garðabæ. Eldslóðin er eitt af vinsælustu utanvegahlaupum landsins enda hlaupið um gríðarlega fallegar náttúruperlur alveg við borgarmörkin. Þetta er síðasta stóra utanvegahlaup sumarsins og það verður sannkölluð hlaupaveisla við Vífilsstaði með matarvögnum, tónlistarflutningi og skemmtilegustu utanvegahlaupurum landsins.

LITLA LAUGAVEGSHLAUPIÐ Í HEIÐMÖRKINNI
Þetta er í sjötta sinn sem Garmin Eldslóðin er hlaupin en leiðin er einskonar “míní” útgáfa af Laugarvegshlaupinu ef marka má afreks hlauparann Andreu Kolbeinsdóttur sem lét þau orð falla um hlaupið árið 2023 þegar hún sigraði kvennaflokk hlaupsins. Eldslóðar brautin er hönnuð af Friðleifi Friðleifssyni umsjónarmanns landsliðs utanvegahlaupara Íslands. Brautin verður vel merkt og vöktuð. Millitímar verða teknir í brautinni til að auka upplýsingaflæði og um leið öryggi keppenda.

ÞRJÁR VEGALENGDIR
Hægt er að hlaupa 10 km eða 29 km og í ár bætist ný 5 km braut í framboðið hjá okkur. Lengri brautin er frá Vífilsstöðum í Garðabæ, að Vífilsstaðavatni, inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum. Brautin er hugsuð þannig að hún sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá er líka hugsuð styttri keppnisbraut með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt hlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.



Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Kopavogur Events in Your Inbox