Event

Fjölskylduferð yfir Fimmvörðuháls

Advertisement

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

Í þessari ferð er hugað sérstaklega að þörfum barna og unglinga. Ekki er mælt með að börn séu yngri en átta ára.

Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

Innifalið: Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

Nánari upplýsingar og skráning;
https://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/helgarferdir/vidburdur/6589/fimmvorduhals-fjolskylduferd
Get Tickets

Advertisement
Share with someone you care for!

Best of Reykjavík Events in Your Inbox