🎄 Jólatónleikar Kórs Njarðvíkurkirkju 🎶
Fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00 í Njarðvíkurkirkju
Kór Njarðvíkurkirkju býður til tónleika þar sem við ætlum að fylla kirkjuna af gleði og tónlist með dass af stuði, eins og okkur einum er lagið.
Tónleikarnir verða látlausir og einlægir, án hljómsveitar í þetta skiptið, þar sem raddir kórsins og rýmið fá að njóta sín.
🎵 Á efnisskránni eru bæði klassísk og nýrri jólalög – lög sem minna á frið, von og gleði hátíðarinnar.
🎶 Kórinn syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist
💛 Frjáls framlög. Undanfarin ár hefur miðasala jólatónleikanna runnið í gott málefni. Þetta árið ætlum við ekki að hafa miðasölu, tónleikagestir eru hvattir til að leggja okkur lið með frjálsum framlögum til styrktar samtökunum Bjargráð sem býður upp á sálfræðiþjónusta og ráðgjöf fyrir börn og aðstandendur þeirra sem sitja í fangelsi eða bíða eftir afplánun.
✨ Komdu og njóttu jólastemningar og samhljóms í fallegu rými Njarðvíkurkirkju.
Taktu með fjölskyldu, vini og njóttu stundarinnar með okkur
Við hlökkum til að sjá þig og lofum að fylla þig af jólaanda💫