Námskeið fyrir þá sem hafa upplifað sorg og eða áfall.
Sorg býr ekki einungis í hjartanu og huganum hún lifir í líkamanum. Hún sest að í td öxlum, brjóstholi, maga,mjóbaki, mjöðmum, taugakerfi og í andardrættinum sem verður grunnur þegar sársaukinn verður mikill og tekur yfir.
Þetta námskeið er hannað sem öruggt og hlýlegt rými þar sem þú mátt koma nákvæmlega eins og þú ert, með alla þá sögu sem þú berð.
Með mjúkum teygjum, öndun, einföldum hugleiðslum og djúpri slökun vinnum við að því að:
-róa taugakerfið
-losa spennu og stíflur sem safnast hafa upp við áfall/áföll
-mýkja líkama sem hefur borið of lengi álag og streitu.
-skapa rými fyrir kyrrð, hlýju og léttari dýpri öndun
-kynnast leiðum til þess að mæta þeim áföllum sem hvíla í líkamanum með mýkt og mildi.
Þetta eru ekki erfiðar hreyfingar eða krefjandi jóga, þetta er mjúk, nærandi samvera sem styður líkama og sál í að losa og sleppa. Þú ert aldrei þvinguð/þvingaður áfram; þú ferð þangað sem þú treystir þér.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Fyrir alla sem hafa upplifað sorg eða missi og finna að líkaminn ber og geymir spennu, sársauka eða óútskýrða þreytu og óróa.
Það skiptir ekki máli hvernig sorgin lítur út eða hve langt er síðan þú kynntist henni — þú ert velkomin(n).
Leiðbeinandi er Iris Eiríksdóttir sem er jóga og hugleiðslukennari. Iris er eigandi Yogahússins og hefur kennt jóga síðan 2011.
Iris hefur áralanga reynslu af þvi að vinna með syrgjendur sem hópstjori hjá Sorgarmisöðinni og sat í stjórn Nýrrar dögunnar. Iris þekkir sorgina af eigin raun og hefur þróað námskeiðið út frá sinni eigin reynslu. Iris hefur einbeitt sér að þvi að kenna aðferðir til þess að róa og sefa taugakerfi líkamanns. Iris er einnig menntaðu nuddari og starfar sem slíkur ásamt jógakennslu í Yogahúsinu Lífsgæðasetri.stjó
Hvað bíður þín?
Mjúk líkamsvinna, djúpur andardráttur, hugleiðsla, slökun og öruggt rými. Hvíld, ró og endurheimt.
Þetta er ekki meðferð heldur kynnist þú leiðum sem eru áhrifaríkar og einfaldar til þess að losa spennu og streitu úr kerfinu þínu.
Námskeiðið hefst 13 januar kl 19:30
námskeiðið er á þessum dagsetningum 13/1-20/1-27/1-3/2-10/2
Fimm skipti 75 mín i senn
Verð 26000
skráning
eW9nYWh1c2lkIHwgZ21haWwgISBjb20=
You may also like the following events from Yogahúsið Lífsgæðasetur St.jó: