Evrópuþing ACWW í Glasgow 19. -23. september 2022
Snemmskráning er liðin, en það er enn hægt að bætast við í hópinn sem er að fara. Síðasta séns til að senda skráningar út til Glasgow er 28. maí nk.
Hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ í síma 5527430 til að skrá ykkur.
Nú þegar eru komnir yfir 20 þátttakendur frá Íslandi.
Ath að eingöngu eru tveggja manna herbergi í boði.
Verð er 531 Bresk pund. Um 88þúsund. (Þinggjald , matur og gisting í 4 nætur)
Þema þingsins er: Fjölbreytni er okkar styrkur
Gestgjafar þingsins eru Skosku kvennasamtökin, The Scottish Women´s institute (SWI). Þingið fer fram á Golden Jubilee ráðstefnu hótelinu sem staðsett er við bakka Clyde árinnar í Glasgow.
Drög að dagskrá þingsins:
Mánudaginn 19. september Hist og heilsað á Hótelinu
Þriðjudaginn 20. september Opnunarhátið
Ávörp
Kveðjur frá félögum og aðildarlöndum
ACWW svæðaforsetar
ACWW heimsforseti
Gestafyrirlesarar
Skýrslur nefnda
Kvölddagskrá
Miðvikudaginn 21. september Gestafyrirlesarar
Þingfundum verður framhaldið
Vinnustofur
Fimmtudaginn 22. september Skoðunarferðir (nánari upplýsingar koma síðar)
19:00 Hátíðarkvöldverður á Golden Jubilee hótelinu.
Þingið fer fram á ensku
Nánari upplýsingar hér:
https://bit.ly/3AAJ0ak